Anton Helgi Jónsson (f. 1955) er margverðlaunað ljóðskáld og rithöfundur. Að lokinni grunnskólagöngu hóf hann nám í Kennaraskóla Ísland og lagði síðar stund á heimspeki og bókmenntafræði við Stokkhólmsháskóla. Hann vann árlega ljóðasamkeppni sem kennd er við skáldið Jón úr Vör – Ljóðstaf Jóns úr Vör – öðru sinni árið 2014 fyrir þetta ljóð.
Myndlistarkonan Sossa – Margrét Soffía Björnsdóttir (f. 1954) – er einkum þekkt fyrir samtímamálverk sín og starfar jöfnum höndum á Íslandi og í Danmörku. Hún útskrifaðist frá Konunglega danska listaháskólanum og er með meistarapróf frá Tufts University and School of the Museum of Fine arts í Boston.
Horfurnar um miðja viku
Það er bara miðvikudagur
enn getur allt gerst
enn er von
enn má finna rétta taktinn
finna sinn hljóm
jafnvel finna sig í góðu lagi
allt getur gerst
meðan enn leynist bílskúr
baka til í hausnum á mér
og band
sem djöflast frameftir.
Anton Helgi Jónsson