Á efri hæð gistiheimilisins er þriggja herbergja íbúð með stórum svölum og útsýni yfir þorpið og til fjalla. Þegar skyggni er gott sjást Eyjafjallajökull, Tindfjallajökull og Hekla rísa upp við sjóndeildarhringinn í austri. Í íbúðinni er svefnpláss fyrir 5 manns (6 ef svefnbedda er bætt við). Þar er eldhús, borðstofa, setustofa með snjallsjónvarpi og baðherbergi með sturtu.

Íbúðin er vel útbúin og gestirnir sem dvelja þar hafa hana út af fyrir sig. Þeir hafa jafnframt aðgang að sjö manna heitum potti á veröndinni við húsið vestanvert. Innifalið í gistingu er þráðlaust net og bílastæði fyrir utan húsið.

Fjöldi listaverka eftir virta íslenska myndlistarmenn prýða veggi íbúðarinnar.

Á neðri hæð gistiheimilisins eru þrjú tveggja manna herbergi með handlaug og fataskáp. Þar eru einnig tvö sameiginleg baðherbergi, og er sturta í öðru þeirra, eldhús, setustofa með snjallsjónvarpi og stór verönd með heitum potti. Í öllum herbergjum, gangi og setustofu hanga uppi listaverk eftir virta íslenska myndlistarmenn.

Ýmist er hægt að leigja stök herbergi eða alla neðri hæðina.

Tvær hleðslutengingar fyrir rafbíla eru á bílskúr. Hleðslan er seld á kostnaðarverði.

 

Þriggja herbergja íbúð á efri hæð með svölum

Íbúð á jarðhæð