Á efri hæð gistiheimilisins er björt og heimilisleg íbúð með stórum svölum og útsýni yfir þorpið og til fjalla. Þegar skyggni er gott sjást Eyjafjallajökull, Tindfjallajökull og Hekla rísa upp við sjóndeildarhringinn í austri. Í íbúðinni er svefnpláss fyrir 5 manns. Þar er eldhús, borðstofa, setustofa með snjallsjónvarpi og baðherbergi með sturtu. Gestir hafa aðgang að sjö manna heitum potti á veröndinni við húsið vestanvert. Innifalið í gistingu er þráðlaust net og bílastæði fyrir utan húsið.

Fjöldi listaverka eftir virta íslenska myndlistarmenn prýða veggi íbúðarinnar.

Á neðri hæðinni er rúmgóð og stílhrein íbúð með svefnplássi fyrir 6 manns (auk svefnsófa í setustofu). Þar eru þrjú svefnherbergi með handlaug og fataskáp, tvö baðherbergi, og er sturta í öðru þeirra, eldhús, setustofa með snjallsjónvarpi og stór verönd með heitum potti. Innifalið í gistingu er þráðlaust net og bílastæði fyrir utan húsið.

Í öllum herbergjum, gangi og setustofu hanga uppi listaverk eftir virta íslenska myndlistarmenn.

Hleðsla rafbíla býðst á kostnaðarverði.

 

Björt og heimilisleg íbúð á efri hæð með svölum

Rúmgóð og stílhrein íbúð á jarðhæð