Banner Shadow

Anton Helgi Jónsson og Sossa

Myndlist og myndlistarmenn

Stokkseyri og nágrenni

Heim

Gistiheimilið Kvöldstjarnan er á Stokkseyri, kyrrlátu og fallegu sjávarþorpi við suðurströndina, sem tilheyrir Sveitarfélaginu Árborg. Í þorpinu búa 535 manns. Stokkseyri er í 50 mínútna akstursfæri (rúmlega 60 km) frá Reykjavík.

Við bjóðum heimilislega gistingu með uppábúnum rúmum. Öll aðstaða er eins og best verður á kosið.

Á efri hæð gistiheimilisins er þriggja herbergja íbúð með stórum svölum og útsýni yfir þorpið og til fjalla. Þegar skyggni er gott sjást Eyjafjallajökull, Tindfjallajökull og Hekla rísa upp við sjóndeildarhringinn í austri. Í íbúðinni er svefnpláss fyrir 5 manns (6 ef svefnbedda er bætt við). Þar er vel útbúið eldhús, borðstofa, setustofa með snjallsjónvarpi og baðherbergi með sturtu. Gestir hafa jafnframt aðgang að sjö manna heitum potti á veröndinni við húsið vestanvert. Innifalið í gistingu er þráðlaust net og bílastæði fyrir utan húsið. Fjöldi listaverka eftir virta íslenska myndlistarmenn prýða veggi íbúðarinnar.

Á neðri hæð gistiheimilisins er rúmgóð og stílhrein íbúð með svefnplássi fyrir 6 manns (auk svefnsófa í setustofu). Þar eru þrjú svefnherbergi með handlaug og fataskáp, tvö baðherbergi, og er sturta í öðru þeirra, eldhús, setustofa með snjallsjónvarpi og stór verönd með sjö manna heitum potti. Innifalið í gistingu er þráðlaust net og bílastæði fyrir utan húsið. Í öllum herbergjum, gangi og setustofu hanga uppi listaverk eftir virta íslenska myndlistarmenn.

Hleðsla rafbíla býðst á kostnaðarverði.

Stutt er í helstu náttúruperlur Suðurlands. Tilvalið er að fara dagsferðir frá gistiheimilinu og njóta svo kvöldsins þar í ró og næði.

Í göngufæri er sundlaug, söfn, veitingastaðir og kajakferðir og í nokkurra kílómetra fjarlægð eru hestaleigur og fuglafriðland í Flóa.