Myndlist og myndlistarmenn á Kvöldstjörnunni „Til baka“.

Þorsteinn Helgason (1958) útskrifaðist frá Konunglega arkitektaskólanum í Kaupmannahöfn (Det Kongelige Danske Kunstakademi, Arkitektskolen) árið 1988, lærði myndlist í Myndlistarskóla Reykjavíkur 1993-1996, og var gestanemi við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1996-1997. Þorsteinn hefur haldið allnokkrar einkasýningar og tekið þátt í mörgum samsýningum undanfarna tvo áratugi, bæði á Íslandi og erlendis. Hann er einn af meðeigendum arkitektastofunnar ASK og er auk þess mikill djassunnandi – spilar á píanó og semur sína eigin tónlist.

THorsteinn-Helgason-Solstafir

Image 1 of 3

Sólstafir. Akrýl á striga 100 x 100 cm / Acryl on canvas