Myndlist og myndlistarmenn á Kvöldstjörnunni „Til baka“.
Páll Guðmundsson (1959) er fæddur á Húsafelli í Borgarfirði og kennir sig við staðinn. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1977-1981 og Listaháskólann í Köln í Vestur-Þýskalandi 1985-1986 undir handleiðslu prófessors Burgeff. Páll er fjölhæfur listamaður – málar með olíu- og vatnslitum, vinnur bergþrykk og svellþrykk og býr til höggmyndir og skúlptúra úr grjóti. Auk þess er hann músíkalskur og leikur m.a. á steinhörpu sem hann smíðaði sjálfur og semur lög og tónverk. Hann hefur haldið fjölda sýninga, einkasýningar og samsýningar, og hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir verk sín.