Myndlist og myndlistarmenn á Kvöldstjörnunni „Til baka“.

Kristján Jónsson lauk B.A. gráðu í fjölmiðlafræði með áherslu á auglýsingagerð frá USF í Flórída árið 1984. Skömmu seinna varð hann forstjóri auglýsingastofunnar Gott fólk í Reykjavík. Að nokkrum árum liðnum söðlaði hann um og fór til Barcelona þar sem hann lagði stund á listmálun og grafík í Massana-listaskólanum. Í millitíðinni hafði hann lært teikningu í Reykjavík og hélt því áfram á námsárum sínum í Barcelona. Hann útskrifaðist frá Massana árið 1993 og hefur búið og starfað á Íslandi síðan. Kristján á að baki allmargar einkasýningar hér á landi og nokkrar samsýningar hérlendis og erlendis. Verk eftir hann er að finna á söfnum og eru í eigu fyrirtækja og opinberra stofnana.

Kristjan-Jonsson-Oseyrarviti

Image 1 of 2

Óseyrarviti. Akrýl á striga 80 x 100 cm / Acryl on canvas