Myndlist og myndlistarmenn á Kvöldstjörnunni „Til baka“.

Jón Óskar (1954) lærði myndlist í Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1974-1977, Myndlistarskóla Reykjavíkur 1978 og The School of Visual Arts í New York 1980-1983 þaðan sem hann útskrifaðist með láði. Hann á að baki fjölmargar einka- og samsýningar bæði á Íslandi og erlendis m.a. í Listasafni Íslands í tilefni af sextugsafmæli hans árið 2014. Jón Óskar hefur verið tilnefndur og unnið til verðlauna fyrir list sína s.s. Francis Criss Award í New York árið 1983 og verk hans er að finna í einka- og opinberum söfnum víða um lönd. Listamaðurinn býr og starfar í Reykjavík og Vestmannaeyjum.

Jon-Oskar-An-titils

Image 2 of 4

Mónótýpa/einþrykk 15 x 24 cm