Myndlist og myndlistarmenn á Kvöldstjörnunni „Til baka“.

Hulda Hákon (1956) stundaði nám í nýlistadeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1977-1981 og útskrifaðist frá skúlptúrdeild The School of Visual Arts í New York árið 1983. Hún hefur haldið fjölmargar einkasýningar og verk hennar hafa verið sýnd í ýmsum löndum s.s. á Norðurlöndum og víðar í Evrópu, í Bandaríkjunum og Kína. Nokkur af verkum hennar hafa verið sett upp á opinberum vettvangi bæði hér á landi og erlendis. Árið 2014 kom út ítarlegur kafli um myndlistarferil hennar í alþjóðlegu þýsku listasögunni Künstler, Kritisches Lexikon der Gegenwartskunst. Hulda býr og starfar í Reykjavík en er einnig með vinnustofu í Vestmannaeyjum.

Hulda-Hakon-Ekki-kong-Ekki-klikur-Lydraedi

Image 2 of 2

Ekki kóng, ekki klíkur, lýðræði! Teikning grafin í tré, akrýllitir á gesso 40 x 60 x 5 cm / Drawing carved in wood, acrylic on gesso. Úr einkasafni Herdísar Stefánsdóttur.