Myndlist og myndlistarmenn á Kvöldstjörnunni „Til baka“.

Gunnar Örn Gunnarsson (1946-2008) var sjálflærður listamaður sem skipaði sér í fremstu röð íslenskra myndlistarmanna af hans kynslóð og vakti líka athygli víðar. Árið 1988 var hann fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum – La Biennale di Venezia – sem er langvirtust allra alþjóðlegra myndlistarsýninga og auk þess elsta sýning sinnar tegundar í heiminum. Gunnar Örn hélt fjölda einkasýninga á ferli sínum bæði hér á landi og erlendis og tók einnig þátt í nokkrum samsýningum m.a. með Svavari Guðnasyni. Verk eftir hann eru í eigu opinberra aðila og listasafna innanlands og erlendis s.s. Moderna Museet í Stokkhólmi, Seibu Museum í Tókýó og hins virta Guggenheimsafns í New York.

Gunnar-Orn-Monotypa

Image 1 of 3

Án titils. Blönduð tækni. Mónótýpa 45 x 59 cm / Monotype