Myndlist og myndlistarmenn á Kvöldstjörnunni „Til baka“.
Guðrún Halldórsdóttir (1947) fæddist og ólst upp á Ísafirði og bjó þar til ársins 1987. Þá flutti hún til Ameríku þar sem draumur hennar um að fara í myndlistarnám rættist. Hún valdi leirlist og stundaði nám í „Special Projects, Independent Studies,“ við Brookdale College í New Jersey 1994-1996 og „Associate in Arts“ við Brookdale Community College í New Jersey 1997. Verk Guðrúnar hafa verið sýnd víða í Bandaríkjunum en einnig á farandsýningu í Rússlandi og hér á Íslandi. Hún hefur hlotið lofsamlega dóma á samsýningum og allnokkrum sinnum unnið til verðlauna fyrir verk sín.