Myndlist og myndlistarmenn á Kvöldstjörnunni „Til baka“.
Elías B. Halldórsson (1930-2006) fæddist og ólst upp í Borgarfirði eystri. Hann stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla Ísland 1954-1957 og fór síðan í framhaldsnám við Listaháskólann í Stuttgart árið 1959. Að loknu einnar annar námi þar flutti Elías sig um set til Kaupmannahafnar og innritaðist í Konunglega fagurlistaskólann (Det Kongelige Danske Kunstakademi) árið 1961. Fyrsta einkasýning hans var í Bogasal Þjóðminjasafnsins 1961 en á ferli sínum hélt hann á sjötta tug einkasýninga og tók auk þess þátt í mörgum samsýningum. Elías vann jöfnum höndum að málverki og grafík og myndskreytti einnig fjölda bóka. Hann var heiðurslistamaður Kópavogs árið 1994.