Myndlist og myndlistarmenn á Kvöldstjörnunni „Til baka“.

Birgit Kirke (1962) fæddist í Nuuk á Grænlandi en ólst upp í Þórshöfn í Færeyjum og býr og starfar í Danmörku. Hún útskrifaðist frá VIA Design í Herning (áður TEKO) árið 1981, stundaði nám í listmálun, grafík og teikningu í Århus Kunstakademi 2007-2010 og höggmyndalist í Skulpturskolen i Skanderborg hjá Thomas Andersson 2015-2016. Kirke hefur haldið fjölda einkasýninga og verið þátttakandi í ýmsum samsýningum í Danmörku, Færeyjum og á Íslandi. Verk eftir Kirke eru í eigu opinberra aðila og einkasafna t.a.m. Listasafns Reykjanesbæjar, Nuuk Kunstmuseum í Grænlandi og Þórshafnarbæjar í Færeyjum.

Birgit-Kirke-Sjovarurd

Image 1 of 1

Sjóvarurð. Olía á striga 45 x 45 cm / Oil on canvas